Þakka og afþakka

Ungur rithöfundur hafði samband við mig í gær og sagðist hafða áhuga á að taka þátt í bókmenntaverkefni með mér, bauð sem sagt fram krafta sína. Ég svaraði honum auðvitað samstundis og þakkaði honum bæði fyrir traustið sem hann sýndi mér og dirfskuna með því að hafa samband við mig, ókunnugan mann og bjóða fram, án endurgjalds, tíma sinn og orku. En um leið og þakkaði honum fyrir tilboðið afþakkaði ég aðstoð hans (karlkyns skáld). Ég hef ekki verkefni fyrir utanaðkomandi að sinni.

Ég eyddi sjálfur drjúgum hluta gærkvöldsins í að vinna að mínu langtíma bókmenntaverkefni. Ég sat við skriftir. Einhvern veginn átti ég erfitt  með að mjaka verkinu áfram, ég hikaði og rak endalaust í vörðurnar. Ég var bara ekki í stuði. Verkefni mitt sem tók mig rúma þrjá tíma en hefði undir venjulegum kringumstæðum ekki tekið mig nema tæpan klukkutíma.

Í kvöld fljúgum við til baka til Danmerkur. Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að downloada kvikmynd til að horfa á í fluginu til Kaupmannahafnar. Ég hef ekki enn ákveðið mig.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.