Velgjörðarsemin og hjálpsemin

Fimmtudagar eru góðir dagar. Tennisæfing klukkan 08:00, nice. Og fótboltaæfing í kvöld tólf tímum eftir tennisæfinguna eða klukkan 20:00. Svona ætti þetta að vera á hverjum degi. Ég er meiri íþróttaálfurinn, alltaf að elta bolta. Æfingin í kvöld er mikilvæg, síðasta æfing fyrir fyrsta kappleik vortímabilsins (móti Helsingør) sem er í næstu viku. Nú verð ég standa mig á æfingunni til að komast í byrjunarliðið, ég er í fínu formi og ætti að halda stöðu minni. Bestu aðstæður fyrir fótbolta í kvöld hlýtt og stillt.

Ég hef aldrei lesið Biblíuna spjaldanna á milli, sem er auðvitað ekki nógu gott. Sennilega, sem prestsonur, hef ég heyrt megnið af texta bókarinnar en ég hef bara lesið sjálfur í henni kafla og kafla á stangli. Ég sat stundum löngum stundum og las fyrir pabba úr Biblíunni þegar hann lá veikur. Ég minnist á þetta hér þar sem ég fékk sms í morgun sem hljóðaði svo:   „En gleymið ekki velgjörðarseminni og hjálpseminni…“ Þetta er Biblíutilvitnun ætluð til að minna mig á hið góða.

Fer inn í Kaupmannahöfn í dag þar sem ég á stefnumót, ætla þó að reyna að afreka eitthvað í dag.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.