Forstjóri Gyldendals

Ég byrjaði daginn á að lesa viðtal við nýjan forstjóra danska forlagsrisans Gyldendals, Morten Hesseldahl. Þótt ég sé hættur að gefa út bækur hef ég enn furðulega mikinn áhuga á bókaútgáfu. Ég keypti meira að segja áskrift af Børsen bara til að geta lesið viðtalið við Morten, (ég sagði áskriftinni upp um leið og ég var búinn að lesa viðtalið). Mér þótti verst að viðtalið var ekki eins forvitnilegt og ég hafði vænst og vonað. Fyrirsögnin hafði heillað mig: „Við skulum vera ósvífnir auglýsingamenn.“ Þetta er ekki beint tónninn sem hefur komið frá hinni klassísku og íhaldssömu stofnun sem Gyldendal er og hefur verið. En því miður var viðtalið ekki nógu gott og ég fékk ekki nógu mikið út úr því.

Annars er ekki nein dagskrá í dag hjá mér. Það er fallegt veður og væntanlega fer ég niður til strandarinnar og kíki á Svíþjóð, athuga hvort trönurnar eru lentar. Og ég ætla að hafa samband við glæpasagnahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur í dag og spyrja hvort hún sé til í að skrifa stutta grein fyrir mig. Annað var það nú ekki.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.