Þokulúðrar og dagskrá í sex liðum

Af öllum þeim bókum sem ég les er ein tegund bókmenntanna sem fer dálítið í taugarnar á mér og ég verð aldrei sérlega upprifinn við lesturinn. En það eru einmitt bækur þar sem aðalpersónan, eða höfuðpersónan eins og ég kalla aðalpersónuna stundum, telur sig eiga bágt og hafa átt bágt og ver tíma sínum fyrst og fremst í horfa á sjálfa sig í speglinum og vesenast með bágindi sín og oft án þess að velta fyrir sér mögulegum lausnum á eymdinni eða taka sér eitthvað fyrir hendur sem gætu linað eigin þjáningar. Slíkar bækur les ég að minnsta kosti aldrei tvisvar.

Nú er sunnudagsmorgun. Ég fór á fætur fyrir allar aldir til að skoða þokuna sem hefur lagst yfir bæinn. Þegar ég gekk út á veröndina með kaffibollann minn og settist undir vegg á vindlareykingabekkinn barst hljómur þokulúðra skipanna utan af Eyrarsundinu. Sum eru á norðurleið til Noregs en önnur a siglingu suður, kannski til Riga. Það er góð byrjun á degi að vakna við þögn sunnudagsmorguns með undirleik þokulúðra.

En hvað vil ég í dag?
1. Ég ætla út að ganga. Sennilega geng ég á milli akranna.
2. Að öllum líkindum sest ég með tölvuna og vinn í forritun.
3. Ég þarf að skrifa stutta grein í dag um atburði í London.
4. Ég var búinn að lofa Thomasi að koma með bjór frá Bandegårdsbrygg til hans. Ég þarf líka að afenda Lars bjór úr nýjustu framleiðslunni.
5. Halda áfram með bókina sem ég er að lesa, Harper Lee, Don’t Kill a Mockingbird.
6. Kannski kíki ég á fótboltaleik.

Þetta eru sex atriði sem ég verð eiginlega að taka mér fyrir hendur í dag, og kannski bætist eitthvað óvænt við.

ps. nú þarf ég að fara að hanna miða á Banegårdsbrygg flöskurnar. Ég fann þessa gömlu mynd (sjá mynd að ofan) af bók sem ég keypti í Chile þar sem forleggjararnir notuðu stimpla til að merkja bókina. Mér fannst það svo flott.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.