Óverðskulduð velgengni og kaffistopp

Ég borðaði hafragraut  í morgun vegna þess að mér er búið að vera svo illt í maganum í marga daga, vikur. Ég er hættur að drekka kaffi í bili, og það kemur af sjálfu sér. Ég get ekki drukkið kaffi. Í allri þessari magaþjáningu elta mig uppi undarlegar og hlægilegar tilvistarspurningar. Það gerist þegar maður lokar sig inni í sjálfum sér vegna þess að maður getur ekki annað í orkuleysi magapínunnar. Nú hef ég til dæmis fengið það á heilann að ég verðskulda ekki þá velgengni sem ég hef notið hingað til. Hún er auðvitað heppni og röð tilviljana, það veit ég og hef alltaf vitað. Svona er það með velgengni. Svona leikur hugurinn mig þessa dagana.

Ég fór frekar snemma á fætur eftir lítinn svefn og reyndi að ganga úr mér gin-kvöldið í gær með löngum göngutúr niður á strönd.  Anna og Thomas áttu 9 ólíkar ginttegundir á flöskum. Þess vegna ákváðu þau að halda ginsmökkunarkvöld. Ég er ekki mikið fyrir sterka drykki og ofan í magapínu mína var  gindrykkjan ekki góð hugmynd. En Önnu hafði hlakkað svo til að halda þennan viðburð og hafði boðið útvöldum vinum sínum. Ég gat ekki svikið hana með að taka ekki þátt í leiknum. Ég vildi ekki leyfa mér að vera félagsskítur. Fínasta kvöld, en magapínan spillti þó verulega fyrir.

Myndin af trénu, sem ég geng svo oft framhjá, er upplögð skreyting fyrir skrif um tilvistarkreppu og magapínu. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.