Að velja hótel til að skrifa bækur

Ég las viðtal við konu í morgun. Hún er rithöfundur og hefur skrifað nokkuð vinsælar bækur. Í viðtalinu sagðist hún skrifa allra best á hóteli og hún notaði alla þá peninga sem hún fær fyrir bókaskrif til að dvelja á hóteli til að búa til fleiri skáldsögur. Hún tiltók líka að henni þætti svo gott að geta komið niður í hótellobbý og gengið í gegnum það að morgni án þess að þurfa að kasta kveðju á nokkurn mann. Ég skildi ekki alveg gleðina.

Ef ég skrifaði bækur mundi ég ekki dvelja á hóteli til að skrifa. Ég veit svo sem ekki hvar ég mundi vera. Kannski suður á Ítalíu í LaChiusa húsinu okkar, kannski bara heima eða jafnvel í París, það er óvitlaus staður.

Ég var ekki upp á marga fiskana í gær, því maginn angrar mig. Ég hálfsvaf allan daginn og hafði ekki orku til að leysa það eina verkefni sem mér var falið. Í stað þess að gera það sem mér var ætlað í gær varð ég að vakna snemma í morgun til að skila á réttum tíma. Það er ekkert kaffi á boðstólum í dag, ekki frekar en í gær. Hafragrautur í morgun. Í dag sit ég eða ligg. Það er best.

IMG_1400.jpg
Hafragrauturinn minn.

 

dagbók

Skildu eftir svar