Biðtíminn

Nú er ég búinn að panta tíma hjá lækni, það hef ég ekki gert í hundrað ár. Maginn heldur áfram að kvelja mig svo ég varð eiginlega að hafa samband við lækninn og athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að hressa mig. Mér fannst ekki létt að bíða í röðinni í símanum til að panta tíma. Það var eins og ég væri á leiðinni í próf og ég hef alltaf haft töluvert mikinn prófskrekk. En ég fékk tíma klukkan níu í fyrramálið. Vonandi reddar hún mér, læknirinn, með lítilli fyrirhöfn.

Í dag á ég von á gesti frá Íslandi. Halldóra Jónsdóttir er búin að boða komu sína. Hún ætlar að kíkja á okkur á lestarstöðinni og svo fylgjum við henni niður á Il Divino, ítalska veitingastaðinn hérna í smábænum mínum.

En fram að komu hennar ætla ég að vera duglegur, nýta biðtímann þar til ég hitti lækninn til að gera eitthvað gagn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.