Tvær heimsóknir

Við fengum heimsókn í gær frá Halldóru Jónsdóttur, mínum gamla þýðanda og samstarfskonu Sus hjá Eddu – miðlun. Við drógum hana með okkur niður á ítalska veitingastaðinn við höfnina, Il Divino þar sem við sátum í nokkra klukkutína. Þetta var afar ánægjuleg heimsókn.

Önnur heimsókn var á dagskrá klukkan níu í morgun það var ég sem átti að hitta lækninn. Ég svaf ekki vel í nótt vegna magans og sennilega vegna læknisheimsóknarinnar væntanlegu. Ég kann ekki að fara til læknis ég kann heldur ekki að vera lasinn. En heimsóknin gekk vel. Læknirinn tók alúðlega á móti mér og kreisti blóð úr mér fyrir prufur  og potaði í mig. Hann sagði mér að vera rólegur, þetta mundi hverfa af sjálfu eftir eina eða tvær vikur. Ég vona að hann hafi rétt fyrir sér.

Það er furðulítið stuð á mér, ég er þreyttur og ekki neitt fjör í mér þessa dagana. Ég spila samt fótboltaleikinn í kvöld. Við eigum að keppa á móti Vapnegård FC á útivelli og ég hef verið valinn í liðið.

Ég er á leiðinni til Íslands á fimmtudaginn og verð fram á sunnudag, aðallega til að sinna byggingarframkvæmdum.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.