Reykjavík og mannvirki.

Það gæti hljómað eins og ég sé fullkomlega búinn að skipta um starfsvettvang ef ég lýsti viðfangsefnum síðustu daga hér á Íslandi. Samtöl og fundir við byggingarverktaka, fasteignasala, fasteignaeigendur, sölumenn byggingarefna og svo framvegis, hafa einkennt ferðina.. Hingað til hafa rithöfundar og annað bókafólk verið helstu viðmælendur mínir á ferðum um Ísland. En ég get róað sjálfan mig; ég er ekki búinn að skipta um vettvang þótt fasteignir og byggingarframkvæmdir krefjast huga míns þessa dagana.

Nú fer ég heim til Danmerkur á morgun og ég er lafmóður því mér hefur eiginlega ekki tekist annað en að hlaupa á milli staða. Þetta hefur ekki verið dæmigerð Íslandsför. Þótt ég eigi að fljúga frá Keflavík síðdegis verð ég að vera mættur í Hvalfirði klukkan 11:00 á morgun. Ég tek farangurinn með mér svo ég eigi möguleika á að ná fluginu. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.