Orso & Bianco – ölstofa.

Ég er sennilega orðinn gamall. Æ. Ég verð þess svo áskynja þegar ég hlusta á mér yngra fólk, kynslóð barna minna og kannski aðeins eldri; þrjátíu til fjörtíu ára. Ég get ekki að því gert að því, þótt ég reyni að sussa á sjálfan mig, að mér finnst vandamálin sem þau velta sér upp úr séu töluverð velferðarvandamál. Sennilega hef ég verið eins á þessum aldri. Maður eldist og ekkert við því annað að gera en að fagna því, spila fótbolta og tennis.

Ég heyri líka að menntaskælingar séu hættir að tengja við Halldór Laxness, skilja ekki hvað hann er að skrifa og skilja ekki þann skáldaheim sem hann hefur skapað. Það er auðvitað sorglegt, eða það finnst mér, en það er sennilega ekki nema eðlilegt.

Átöppun í fullum gangi í gær og í dag. Mikil framleiðsla á bjór þessa dagana. Maður fer að opna ölstofu. Yo!

IMG_1485

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.