Næturlestin til Búdapest.

Enginn verður að manni án þess að hafa vaknað í næturlest sem af ókunnum ástæðum stendur kyrr og fyrir utan er útlenskt náttmyrkur. Dragi maður lestargardínurnar aðeins til hliðar sér maður í fjarska skuggmyndir trjáa handan kornakurs. Úr næsta klefa heyrast bældar raddir. Í myrkrinu hverfast hugsanirnar um einstakling sem fyrir langa löngu varð stuttlega á vegi manns.

Skyldi hann nú vera að gera upp gamlan fiskibát á ströndum Uruguay? Eða ætli hann sitji á hvítri skyrtu með svitabletti í handarkrikanum á 57. hæð skrifstofubyggingar í Singapore með útsýni yfir Marina Bay?

Þegar lestin rykkist af stað gufa vangavelturnar upp og kaldhæðnar hugsanir um aðra minni spámenn sem flækst hafa inn á braut manns taka við.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.