Matarboðið

Mér var boðið til matarveislu í gær. Eða matarboð heitir það. Mér er mjög oft boðið í mat, sérstaklega eftir að ég flutti til Danmerkur. Nú er alltaf að vera bjóða mér að borða í öðrum húsum en mínu eigin; mat sem aðrir velja og matreiða.

Boðið átti að hefjast um sexleitið. Við gengum því af stað frá Søbækvej rétt fyrir klukkan sex. Sus hafði farið í nýju hvítu buxurnar sínar og setti upp nýju sólgleraugun í tilefni kvöldsins. Það var bjart úti og fáir á ferli. Ekki er langt á milli hússins míns og húss gestgjafans; kannski tíu mínútna gangur. Leiðinni get ég vel lýst. Ég get lokað augunum og gengið hana í huganum og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber).

Ég ætla ekki að segja frá matarboðinu, þar fóru fram prívat samtöl. Allt fór svo vel fram  að ég veit að mér verður boðið aftur í mat til þessa sama gestgjafa.

Ég segi frá þessu hér þar sem ég las í morgun frásögn rithöfundar sem líka var boðið í kvöldmat. Gönguleiðin frá húsinu hans yfir til gestgjafanna var miklu lengri en hjá mér, heill klukkutími aðra leið. En það sem verra var að einhvern veginn var samband gestgjafanna og rithöfundarins svo stirt yfir matardiskunum og vínglösunum að rithöfundurinn var viss um (og það kom líka á daginn) að honum yrði aldrei aftur boðið til þessa fólks; hvorki til að borða eða í öðrum erindagjörum.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.