Um leið og ég vaknaði, eða kannski vaknaði ég við það, birtist SMS á símanum mínum. „Er ekki tennisleikur núna klukkan 08:00.“ Klukkuna vantaði bara 10 mínútur í átta. Þetta var Thomas, duglegi maðurinn. Ég kom seint heim í nótt eftir veislu hjá Signe og Henning og var alls ekki klár í slaginn. En ég var fljótur að svara. „Jo. Verð hjá þér eftir 10 mínútur.“
Einum tennisleik og 25,5 km (32001 skref) seinna sit ég hér heima hjá mér, búinn að ganga eynna Ven (Hveðn) þvera og endilanga. Jóga Jesper sigldi með okkur út í eynna. Frábærlega flott eyja.
Nú sit ég hér og skrifa dagbók dagsins og í bakgrunnin glymur Eurovision-söngkeppnin (Danmörk á víst fulltrúa á senunni í kvöld). Ég sé ekki ástæðu til að hlusta á Eurovison og ætla að leggjast upp í rúm og lesa. Góða nótt. Yo!