Á einum og sama morgni.

Undanfarna daga hef ég verið alltof ófókuseraður. Dagarnir líða án þess að ég fái rönd við reist og ég er ekki ánægður með afköstin. Sem sagt óánægður. Gærdagurinn fór til dæmis fram í símanum. Ég sem vil helst ekki tala í síma. En ég þurfti að ræða við utanríkisráðuneyti, sveitastjórn, útlendingastofnun, fasteignasala, gröfumann á Íslandi og verkamann í ólífulundi á Ítalíu … allt á sama degi.

Í dag er ég syfjaður og þreyttur! Ég keppti í fótbolta í gærkvöldi, (unnum 7-1) og eftir kappleik í fótbolta á ég erfitt með að koma mér í háttinn. Ég dólaði því fram eftir nóttu við einhver óræð verkefni og vaknaði svo vansvefta í morgun. Klukkan 8 átti ég svo stefnumót, tennisstefnumót. Tennisleikurinn fór vel fram en ég er útkeyrður núna.

ps. Ummæli dagsins heyrði ég í útvarpinu í gær. „Nei ég held við sniðgöngum ekki Júróvision í Ísrael á næsta ári. Þótt við vildum mótmæla ofbeldinu í Ísrael. Júróvisíonkeppnin er bara þjóðinni of mikilvæg til að við getum fórnað henni.“

pps. Auðvitað mætti mótmæla ofbeldisvekum í Ísrael. En því skyldi maður frekar refsa Ísrael, þar sem flókin deila tveggja stríðandi afla kallar fram hið versta í fólki, en til dæmis Bandaríkjunum þar sem alls kyns vitleysa er liðin. Eða Rússlandi, eða Egypalandi  eða … allt þetta ofbeldi.

pps. Fékk þessa ágætu skilaboð í símann minn í morgun: „Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður.“ Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.