Að lenda á stað eins og Nymindegab sem er þorp á vesturströnd Jótlands gerist ekki á hverjum degi. Við erum á Jótlandstúr, Sus, Davíð og ég og keyrum eftir vesturströndinni. Í nótt gistum við á annarri vegakrá Nymindegabskro (í gær gistum við á Henne Kirkebykro) sem stendur rétt við vesturhafið. Bærinn er í sjálfu sér ekkert nema bensínstöð og lítil kaupmannsbúð með takmarkað vöruúrval. Mér tókst þó að finna ágætan banana sem ég borðaði í hádegismat.
Í dag höfum verið niður við hafið. Gengið langan göngutúr eftir ströndinni og út heiðina sem er vaxin lyngi og kjarri. Nú höfum við komið okkur fyrir á þessari vegakrá Nymindegabskro. Hér borðum við í kvöld og sofum í nótt áður en við höldum för okkar áfram eftir Jótlandi á morgun.