Karlmaðurinn með hundinn

Nýr vinnudagur. Það er langt síðan ég hef setið hér í vinnunni. Verkamaðurinn er mættur fyrir utan gluggan hjá mér með vélknúnu verkfærin sín sem hann keyrir miskunnarlaust þótt hann sjálfur sitji í eilífðarpásu og virði fyrir sér lífið á brautarpallinum. Það er hvínandi hávaði frá þessum vélum hans.

Á leið minni til vinnu gekk ég á eftir karlmanni með hund. Ég þekkti hundinn en ekki manninn. Þetta var hundur konunnar með hundinn, karlmanninn hef ég ekki séð fyrr. Hann er einn af þeim mönnum sem anda í gegnum sígarettu. Reykurinn stóð linnulaust frá honum á meðan hann arkaði áfram og dró hundinn áhugalaus eftir gagnstéttinni. Það virtist sem hann hafði ekki áttað sig á árstíðinni, því hann var kappklæddur í morgunsólinni. Sígarettunni hélt hann á milli varanna, mitt í munninum og þaðan vék hún ekki fyrr en hún var uppreykt.

Ég á erindi inn í Kaupmannahöfn í dag, sennilega, því Jón Kalman er í bænum og vill að stefnumót okkar sé í stórbæ frekar en í mínum litla bæ við sjóinn. Nú bíð ég eftir að heyra frá honum til að vita hvort af stefnumótinu geti orðið.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.