Að setja hugljómun í framkvæmd

Á fimmtudaginn í síðustu viku fékk ég hugljómun um kvöld. Það var sannkölluð hugljómun því mér fannst ég hreinlega vera sleginn utan undir þar sem ég lá upp í rúmi. Vandinn var að ég gat ekkert gert við þessa hugmynd fyrr en í gær þar sem ég hef verið á ferðalagi alla hvítasunnuna. Ég var spenntur  þegar ég hóf að setja hugmyndina í framkvæmd. Og það var því mikill léttir í gærkvöldi að finna, eftir að hafa sett hugmyndina í gang, að hugmyndina var hægt að senda út í veruleikann.

Í gærkvöldi spilaði ég kappleik í fótbolta á móti Humlebæk og við töpuðum 1-0. Sannarlega mikil óheppni sem eltir liðið mitt þessar vikurnar. Í gær áttum við allan leikinn. Skutum í stöng og slá, létum markmanninn verja víti, skutum framhjá fyrir opnu marki. Humlebæk átti eitt skot að marki, laflaust skot úr 30 metra færi sem markvörður okkar misreiknaði herfileg svo boltinn lak í markið. Við spiluðum á gervigrasi í gær –  það sem kallast fyrsta kynslóð gervigrass. Það er mjög hart undirlag og ég get varla gengið í dag.

En ég spilaði samt tennis í morgun á móti Sus. Tennisvellirnir eru svo fallegir í morgunsólinni.

Í dag á ég von á heimsókn frá Íslandi. Sjónvarpsstjarnan Ragna Sara ætlar að koma í kvöld.

dagbók

2 athugasemdir við “Að setja hugljómun í framkvæmd

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.