„Ég hef haft áhyggjur af mörgu. Það hjálpaði mér ekki.“

Á föstudagsmorgnum er jógatími klukkan 08:00. Ég viðurkenni að þetta er ekki uppáhaldsiðja mín að stunda jóga; mér leiðist svo. Tíminn líður hægt og æfingarnar henta ekki mínum spýtukroppi. En ég mæti alltaf í þeirri trú að líf mitt veði enn betra.

Jógakennarinn Serpil, eða Serpilkus, eins og jóga-Jesper kallar hana, kemur af fátæku bændafólki frá Tyrklandi. Hún flutti til Danmerkur þegar hún var 5 ára. Ég finn það á svo mörgu sem hún segir að hún kemur úr öðrum heimi en ég. Ég kann vel við hana, hún er sólargeisli.

Hún er mjög upptekin af andartakinu, eins og sennilega allir jógar. Allt snýst um lífið í andartakinu. Hún segir okkur nemendum hennar stundum frá heimspekinni á bak við jóga. Hún gerir það á sinn hátt. „Það var maður sem hét Mark Twain,“ byrjar Serpil. Í hennar heimi eru rithöfundar ekki sérlega mikilvægir. „Hann sagði: Ég hef haft áhyggjur af mörgu. Það hjálpaði mér ekki.“

Svona getur Serpil talað á meðan maður þjáist í sínum hundi, stríðsmanni eða dúfnastellingu eða hvað þær heita allar þessar æfingar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.