Fótasmyrsl

Ég sit úti í sólinni á veröndinni fyrir framan húsið og ber ólífuolíu á hælinn á mér og sjöttu tánna. Sus hlær. Henni er skemmt yfir vitleysunni í mér og hefur ekki trú að þetta gerir nokkuð gott. Ég er hins vegar sannfærður að ég hafi fundið lækningu meina minna.

Ég er byrjaður að meðhöndla sjálfan mig, það er að segja fæturna á mér. Ég er með ljóta fætur og ekki skána þeir með aldrinum. Stóra tá hægri fótar hallar mjög inn að. Þessi halli veldur því að ég hef eiginlega sex tær. Sjötta táin er bara beinvöxtur út úr fætinum við rætur stóru táarinnar. Og það er einmitt þessi beinvöxtur sem ég hef ákveðið að taka til meðhöndlunar. Því mér er illt í kúlunni sem beinvöxturinn veldur. Þess vegna smyr ég ólífuolíu á kúluna einu sinni á dag.

Sama geri ég við hælinn á vinstri fæti því mér er illt í hælnum af öllu mínum tennisleikjum og hoppi á hörðum fótboltavöllum. 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.