Ég hef ákveðið að mála grindverkið á svölunum í dag. Í dag skín sólin, eins og alla daga, og ég ætla að nýta tækifærið og mála og gera fínt.
Morguninn byrjaði vel. Var mættur út á tennisvöll klukkan 08:00 og hóf þegar leik við Thomas. Ég hef ekki unnið Thomas í síðustu tíu leikjum svo sigurinn í morgun var óskaplega gleðilegur. Á tennissvæðinu eru 10 vellir hlið við hlið og ég held að allir sem spiluðu tennis þennan morgun gátu heyrt að ég vann. Frá barka mínum barst þetta innilega og ósjálfráða frumöskur þegar ég sló vinningsboltann. Hrein gleði. Yo!