Hvað angrar mig?

Ég vaknaði í furðulega vondu skapi. Ég hef verið að velta fyrir mér hvað hafi sett þessa ólund í gang því ég vakna alltaf glaður. Skuldina hef ég skellt á byggingarframkvæmdirnar. Ég fékk nefnilega tilboð í glugga og ég sá að í tilboðinu var reiknað með röngum lit bæði á gluggunum utanverðum og innanverðum (og það eru margir og stórir gluggar á þessu húsi). Mér finnst svona lagað óþægilegt. Ég hef ekki vit á gluggum en ég er hræddur um að rangir gluggar komi í húsið og svo fór ég að hafa áhyggjur af öllum byggingar-prósessinum.

En það er eitthvað fleira sem angrar mig. Mér finnst allt í einu ég vera svo sambandslaus. Ég fór að hugsa um að gera lista en þegar ég byrjaði að mynda listann í höfðinu skildi ég að ég gæti ekki skrifað þann lista hér. Það er of margt sem ég hugsa og angrar mig sem á ekki heima í minni ágætu dagbók.

ps Hann er enn að, og nú með félaga sínum, lati verkamaðurinn með mótorknúnu verkfærin sín. Enn að er kannski ekki nákvæmt orðalag því satt að segja gerir hann varla handtak og enn er brautarpallurinn í rúst. Þvílíkur hávaði miðað við afköst.

IMG_1742
Verkamenn á brautapalli ásamt sínum vélknúnu verkfærum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.