Of félagslyndur

Hér var veisla fram eftir nóttu og ég er því ögn þreyttur og vansvefta. Hér er svo undarlegt veðurástand. Það er sól og logn alla daga og kvöldin eru kyrr og heit. Það var því upplagt að bjóða til garðveislu í gær og kveikja upp í pizzaofninum. Kalman hringdi í miðri veislunni og þóttist ekkert skilja í því að ég gat ekki setið allt kvöldið að mala við hann. Honum stríddi mér á því að ég sé orðinn alltof félagslyndur á hinum síðari árum, sem er líka fyndið því ég er sennilega bara bestur í félagsskap með sjálfum mér og fáum öðrum.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.