Við fögnum líka þrengingunum

Eitt augnablik datt mér í hug sagan  Palli var einn í heiminum þegar ég rölti mína leið til vinnu. Ég var heldur seinn á ferðinni; kennslustundir barnanna í skólanum voru byrjaðar og foreldrarnir sem höfðu fylgt börnum sínum í skólann voru farnir til vinnu. Ég var því einn á ferð eftir götum Espergærde, aleinn. Það var hvorki bíll á akbrautunum né mannfólk á gangstígunum. Það er svo sem ekkert að því. Ég kann ágætlega við að vera einn. En ég gekk óvenju hægt í morgun, komst ekki hraðar vegna þess að sennilega hef ég brotið einhverjar tær í hægri fæti í síðasta fótboltaleik og ég kemst því ekki hratt úr sporunum. Við fögnum líka þrengingunum þar eð við vitum að þrengingin veitir þolgæði.

 

dagbók

Skildu eftir svar