Gulu miðarnir hans Gunna.

Mín beið aldeilis ánægjuleg sending þegar ég kom til Söndru í gær.  Í plastpoka frá verslunarkeðjunni Krónunni var lítill pakki frá Gunnari Þorra Péturssyni; Dostojevskí-þýðing hans á Hinum smánuðu og svívirtu. Inni bókinni var skrifuð falleg kveðja frá Gunna með grænum penna. Mér þótti mjög vænt um kveðjuna. „Nú hafa gulu miðarnir breyst í gula bók… “ skrifar Gunni meðal annars og ég gat ekki annað en rifjað upp daga okkar á Bræðraborgarstíg.

Það beið mín líka önnur sending sem gladdi mig mjög. Tveir bjórar frá ÖR-bjórgerðinni hans Sölva. Bjórgerð á næsta level eins og Sölvi segir um þennan DIPA bjór. Hann verður drukkinn yfir fótboltaleik næstu daga.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.