Gulu miðarnir hans Gunna.

Mín beið aldeilis ánægjuleg sending þegar ég kom til Söndru í gær.  Í plastpoka frá verslunarkeðjunni Krónunni var lítill pakki frá Gunnari Þorra Péturssyni; Dostojevskí-þýðing hans á Hinum smánuðu og svívirtu. Inni bókinni var skrifuð falleg kveðja frá Gunna með grænum penna. Mér þótti mjög vænt um kveðjuna. „Nú hafa gulu miðarnir breyst í gula bók… “ skrifar Gunni meðal annars og ég gat ekki annað en rifjað upp daga okkar á Bræðraborgarstíg.

Það beið mín líka önnur sending sem gladdi mig mjög. Tveir bjórar frá ÖR-bjórgerðinni hans Sölva. Bjórgerð á næsta level eins og Sölvi segir um þennan DIPA bjór. Hann verður drukkinn yfir fótboltaleik næstu daga.

 

dagbók

Skildu eftir svar