„Make Iceland great again“

Fótbolti, börn og parket það var minn dagur. Ég hef verið svo önnum kafinn við þessi þrjú viðfangsefni í dag að ég hef ekki hugsað heila hugsun. Því læt ég nægja að vitna í orð leigubílstjóra eins sem var svo heppinn að fá að skutlast með mig um götur Reykjavíkur: „Okkur Íslendinga vantar Donald Trump. Make Iceland great again!“ Ekki vissi ég að þessi skoðun fyndist á Íslandi en það er greinilegt að Donald Trump á enn einn aðdáenda.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.