Hinn beini vegur til glötunar

Lygin er beini vegurinn til glötunar – ég nota því lygina bara til skemmtunar eða í baráttunni fyrir hið góða, segir ungur rithöfundur í viðtali við Politiken í dag. Ég las viðtalið við hann en þessi setning stendur upp úr.  Af deginum í dag hef ég lært eftirfarandi sex staðreyndir.

  1. að keyra með aftanívagn eða kerru er ekki mín sterkasta hliðIMG_1833
  2. að spila áhættusaman tennis er ekki mín deild. Ég er varnarmaður.
  3. kýrnar hérna úti á enginu virðast ekki skilja íslensku. Ég kallaði á þær en þær komu ekki.IMG_1834
  4. ráðherrann sem býr í Humlebæk, við Gamle Strandvej, er ekki vinnusamur maður. Hann er alltaf heima þegar ég geng framhjá húsinu hans. Hann keyrir líka ljótan bíl.
  5. úr því að ég nefni bíla vil ég bæta við BMW-bíll er ekki nærri því eins gott farartæki og Audi-bíll. Það reyndi ég í dag.
  6. Setning dagsins. Lygin er beini vegurinn til glötunar – ég nota því lygina bara til skemmtunar eða í baráttunni fyrir hið góða.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.