Kominn í minn ólífulund og eins og oft áður þegar við lendum hér verð ég gífurlega tens. Í húsinu hefur verið fólk í vetur og það er önnur lykt í húsinu, hlutir hafa verið eyðilagðir og svo eru hlutir sem eru horfnir. Ekkert af þessu hefur neina sérstaka þýðingu, þetta eru bara handklæði, sængurföt, púðar og slíkt sem vel má bæta. Svo var vatnslaust, brunnurinn tómur, einhver hafði gleymt að skrúfa fyrir krana svo ég varð að hringja í vatnsmanninn og fá hann til að koma og dæla smá vatni niður í brunninn. Ég kemst bara ekki í ró fyrr en ég hef komið húsinu í lag. Eftirmiðdagurinn fór því í að laga og koma sálinni inn í kroppinn á mér aftur.
