Vico del Gargano. Fagri-Blakkur

Það er kominn ró yfir sálina. Sat úti á svölum í gærkvöldi undir stjörnubjörtum himni. Fékk mér að vísu ekki vindil en ég velti því fyrir mér. En ég sat bara og beið eftir að sálin seytlaði aftur inn í kroppinn og kom sér fyrir á sínum rétta stað. Síðan svaf ég eins og grautur, hreyfði mig ekki í alla nótt. Það eina sem vantar er að reka út einhverja ókunnuga lykt í húsinu sem ég kann ekki við. Nú þyrfti ég að hafa meðferðis reykelsi frá Óman.

Byrjaði að lesa bók Fagra-Blakks, eins og Palli kallar sænska höfundinn Jonas Hassen Khemiri, Allt sem ég man ekki. Það er eina bókin á íslensku sem ég hef með mér.

Sá mér til gleði að bókin sem ég þýddi í vor, Uglan drepur bara á nóttinni er númer eitt á metsölulista Eymundsson. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.