Vico del Gargano. Leiðarlýsingar

Það krefur þolinmæði og hugvit að ná upp hita í pizzaofninum okkar hér í LaChiusa. Þrjá daga í röð hef ég haldið eldinum logandi í nokkra tíma til að fá hita í ofninn. Það tekur fimm daga eftir veturinn segja sérfræðingarnir í pizzaofnum. Ég lykta eins og vel reyktur silungur eftir alla baráttuna.

Hingað til Vico del Gargano eru komnir vinir okkar frá Danmörku, Jesper og Line og börn þeirra tvö. Við Sus erum því komin í gestgjafahlutverkið. Við höfum sýnt þeim leiðina að ströndinni, leiðina í supermarcado, að grænmetismarkaðnum, að barnum svo nú ættu þau að vera nokkuð sjálfbjarga. Í kvöld ætlum við á eðalveitingastaðinn La Chiusa delle More það er trygging fyrir góðu kvöldi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.