Vico del Gargano: Elskuvert

Mér tókst ætlunarverk mitt að ná mynd af hundi og kú. Ég keyrði í gegnum ólífuskóginn í morgun eftir að hafa bakað Jesper í tennis og mætti þessum tveimur ferfætlingum. Hundurinn varð hálfbrjálaður þegar ég nálgaðist kúnna svo ég varð frá að hörfa.

Ég hef svo sem ekki afrekað margt í dag, aðallega legið og lesið, sænskar bókmenntir enn einu sinni. Í þetta sinn er það Håkan Nesser, glæpasaga sem hann skrifaði fyrir 10 árum. Ég kann vel við bækur höfundarins og þær passa mér fullkomlega þessa dagana í leti á svölum  Mér datt meira að segja að setja í gang con amour útgáfu á Íslandi. Heitir það ekki con amour;  útgáfa sem gefur bara úr eitthvað sem útgefanda þykir elskuvert? Ég mundi þá þýða vin minn Håkan og gefa hann út undir nýrri útgáfu sem gæfi bara út eitthvað elskuvert. Útgáfan hefur þegar fengið nafn Gufo e Gabbiano.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.