Vico del Gargano. Eiturslangan í runnanum

Það er líflegt dýralífið hérna í ólífudalnum, geitur á beit, hestar á lausagöngu, kýr í fylgd með hundi og svo er það eiturslangan sem hefur komið sér fyrir í lavenderrunnanum við húsið. Ég veit satt að segja ekki hvort slangan hefur látið sig hverfa í nótt, siglt á önnur mið, ef maður getur tekið þannig til orða, eða hvort hún feli sig enn. Ég er ekki hræddur við eiturslöngur en það eru aðrir fjölskyldumeðlimir svo ég held ég reyni að reka hana í burt í dag ef hún hefur ekki sjálf ákveðið að halda á brott.

Ég hef verkefni í dag. Jesper og Line koma í pizzu í kvöld því verð ég að fara upp í skóginn og finna meira brenni fyrir ofninn. Ég þarf að kynda vel í dag til að ná upp almennilegum hita áður en ég baka pizzurnar.

Eitt af þeim verkefnum sem con amore útgáfan Gufo e Gabbiano hefur áhuga á að vinna að er að fá Benedikt Erlingsson til að lesa inn Harry Potter bækurnar. En fyrst þarf ég að sannfæra Bjart um að selja mér réttinn og ég neyðist síðan að sannfæra hinn harða umboðsmann Rowling um að þetta væri þarfaverk fyrir íslensku þjóðina. Harry Potter hljóðbók er þjóðþrifaverk.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.