Vico del Gargano. Villisvín

„Ertu enn í suðrinu?”

Svona hófst bréf sem ég fékk í dag. Jú, ég er hér enn og verð fram á miðvikudag, en þá keyrum við til Rómar til að dvelja þar í nokkra daga á leið okkar norður.

Mér tekst ekki að afreka margt annað en að lesa og vesenast. Ég fór þó í smá vinnuham í dag og lakkaði nokkur handrið.

Nú er að koma nótt. Ég sit úti á svölum í koldimmu myrkri. Yfir mér skína fleiri stjörnur en í Danmörku. Áðan heyrði ég í villisvíni á vappi hér fyrir neðan svalirnar. Sennilega er það eplatréð sem lokkar villisvínið til sín.

Ég skrifa dagbókina á iPhone símanum mínum því ég næ ekki sambandi við alheimsnetið á tölvunni minni í kvöld

Ps. Við drengir erum saddir því við freistuðumst til að kaupa porcetta í síðkvöldssnarl.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.