Róm. Halar fúlir út í mig

Ég fékk heimsókn í nótt og í nótt var líka afmælisveisla mér til heiðurs. Meðal gesta var Bubbi Morthens sem var skemmtikraftur næturinnar, svo voru allir Halar; Maggi Guðmunds, Effi, Kalman, Maggi Ásgeirs., Þorsteinn J., Kaldal og Eiríkur. (Eiríkur hafði fengið nýja, brúna dúnúlpu). Allir voru Halar fúlir út í mig og nenntu ekki að tala við mig. Svo kom pabbi minn, mitt í afmælisveislunni, og var í vandræðum með bílinn sinn. Þetta var hálfóþægilegur draumur.

En ég er enn í Róm og verð hér líka á morgun. Í dag hef ég gengið bæinn þveran og endilangan. Ég átti erindi; ég þurfti að finna ákveðna tegund af Adidas-skóm númer 28 fyrir Öglu. Missjónið tókst, ég fann rétta skó. Ég fann líka bókabúð (þær eru ekki margar hér í Róm) og þar keypti ég tvær bækur: Less eftir Andrew Greer og Catcher in the Rye, Salinger. Mig vantar nefnilega pappírsbækur til að lesa á leið minni norður til Danmerkur með stoppinu í Fiatone.

IMG_2209.jpg

ps ég gerði líka önnur innkaup. Ég rakst á sérverslun með bjór og þar keypti ég þrjá mismunandi bjóra, alla New England Style IPA.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.