Ég fékk heimsókn í nótt og í nótt var líka afmælisveisla mér til heiðurs. Meðal gesta var Bubbi Morthens sem var skemmtikraftur næturinnar, svo voru allir Halar; Maggi Guðmunds, Effi, Kalman, Maggi Ásgeirs., Þorsteinn J., Kaldal og Eiríkur. (Eiríkur hafði fengið nýja, brúna dúnúlpu). Allir voru Halar fúlir út í mig og nenntu ekki að tala við mig. Svo kom pabbi minn, mitt í afmælisveislunni, og var í vandræðum með bílinn sinn. Þetta var hálfóþægilegur draumur.
En ég er enn í Róm og verð hér líka á morgun. Í dag hef ég gengið bæinn þveran og endilangan. Ég átti erindi; ég þurfti að finna ákveðna tegund af Adidas-skóm númer 28 fyrir Öglu. Missjónið tókst, ég fann rétta skó. Ég fann líka bókabúð (þær eru ekki margar hér í Róm) og þar keypti ég tvær bækur: Less eftir Andrew Greer og Catcher in the Rye, Salinger. Mig vantar nefnilega pappírsbækur til að lesa á leið minni norður til Danmerkur með stoppinu í Fiatone.
ps ég gerði líka önnur innkaup. Ég rakst á sérverslun með bjór og þar keypti ég þrjá mismunandi bjóra, alla New England Style IPA.