Fiattone. Hús með sundlaug.

Nú er ég búinn að keyra í norðurátt frá Róm í fimm tíma og kominn til Fiattone, í miðju Toscanahéraði. Hér er hús með sundlaug og hér í þessu húsi ætlum við að vera næstu daga. Þetta er áningastaður á leið til Danmerkur og hingað eru þegar komin Lars og Pia, nágrannar okkar frá Espergærde, og þau ætla að vera hér með okkur fram á miðvikudag. Á miðvikudag kemur sjálfur Palli Vals ásamt söngfuglinum Nönnu.

Hús með sundlaug. (Er þetta ekki titill á hollenskri bók?) Í fyrra þegar ég var hérna í þessu sama húsi var ég í miðju söluferli á Hr. Ferdinand og það var nú meiri pressan. Ég sat satt að segja sveittur daginn út og inn yfir tölvunni minni og ekki notaði ég sundlaugina. Nú finn ég greinilega hvað gott er að vera frjáls maður og heppilegt að dvelja í húsi með sundlaug.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.