Það er sunnudagur í Fiattone. Sennilega skiptir það ekki máli, þau átta hús sem tilheyra bænum eru ekki skráð fyrir neinni atvinnustarfssemi þannig að vikudagarnir líða hér hjá hver öðrum líkir.
Ég puða, geng upp og niður brekkur og reyni að vera vakandi.
Í dag hef ég setið við sundlaugina (þegar ég hef ekki verið gangandi) og lesið þá bók sem New York Times hefur valið hræðilegustu bók allra tíma: The Haunted Hill House eftir Shirley Jackson. Það var grein í New York Times sem vakti athygli mína á þessari bók þar sem fjöldi fólks lýsti þeim áhrifum bókin hafði á þau. Sumir sváfu ekki í margar nætur, aðrir höfðu martraðir þegar þeir festu svefn eftir að hafa lesið bókina og aðrir vöknuðu upp með andfælum mitt um nótt mörgum árum efir að hafa lesið bókina vegna þeirra hræðilegu atburða sem bókin lýsir.
Shirley Jackson höfundur bókarinnar var fámælt kona og vildi ekki segja margt um sitt hræðilega verk, The Haunted Hill House, Í stað þess reykti hún sígarettur og borðaði látlaust þannig að þegar hún var 48 ára gömul dó hún, vegna sígarettureykinga og offitu. Það var ekki gott.
Ég hef lesið helminginn af bókinni en ég er enn ekki svo hræddur að ég get ekki sofið, en óhugnaðurinn eykst.