Fiattone. Með Leipzig sem endamark

Það er orðið alltof framorðið en samt sit ég hér enn í dimmri stofu hússins með sundlaug. Allir eru komnir undir sæng. Og ég á ekki einu sinni vindil til að reykja úti í myrkrinu.  Ég þarf að vera kominn á fætur 5:30. Palli og Nanna eiga flug frá Pisa klukkan níu og við förum á fætur til að kveðja þau áður en við leggjum sjálf af stað í norðurátt. Við ætlum að reyna að komast að minnsta kosti til Nürnberg á morgun. Ef við erum í svakastuði náum við kannski alla leið til Leipzig annað kvöld og gistum þar. Það er sem sagt ökudagur í morgun og Kaldal getur aukið forystu sína í Fitbit keppninni á meðan ég sit undir stýri.

Dagar hér í Fiattone, dagar við sundlaug, hafa verið góðir. Ég er góður að leyfa mér að vesenast án markmiða. Ég er byrjaður á bók Jennifer Egan; Manhattan Beach. En nú á ökudagurinn hug minn því ég þarf að vera vel hvíldur og hef því ákveðið nú að koma mér í bólið.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.