Espergærde. Í mér er frí.

Það er samkvæmisdagur í dag, laugardagur, og ég er á leið til félaga minni hérna í bænum til að borða mat með þeim og drekka vín. Annars er ég ekki alveg kominn í takt við hversdagslífið, það er enn frí í mér. Ég held að á mánudaginn verð ég kominn á fulla ferð aftur. Kerfið hjá mér hefur hikstað; internetið liggur niðri á skrifstofunni, e-mailinn virkaði ekki í lok vikunnar, óvæntir fundir sem hafa eyðilagt dagana, tölvumúsin var ónýt og harði diskurinn á tölvunni minni var fullur. Strákarnir eru enn í frí og það setur einhvern veginn svip á lif mitt. Ég hlakka til að komast almennilega í gagn.

ps. að vísu kemst ég ekki af stað fyrr en ég hef sótt um nýtt ökuskírteini inn í Helsingør þar sem gamla skírteinið mitt brotnaði í tvennt.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.