Espergærde. Allt í háalofti.

Ég get ekki á heilum mér tekið, ég geng um gólf og ráfa um skrifstofuna því mér er um megn að setjast niður. Ég er alltof taugaveiklaður. Nú kemur í ljós að verkfræðingur, arkitekt og verktaki eru að vinna með mismunandi teikningar af húsinu í Hvalfirði og sumstaðar munar 10,2 cm á milli teikninga og allir eru reiðir út í alla og nú þarf ég að finna út úr því hvað snýr upp og niður. Hver er hæðin upp í burðarbita, og hve háir mega gluggar vera án þess að lenda upp í burðarfestingum? Allt í háalofti og ég þarf að bíða í fimmtán mínútur í viðbót til að fá samband við verkfræðinginn sem er á leið til vinnu.

Svona hefst bara einn dagur í lífi mínu … eða ég get ekki ímyndað mér annað.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.