Reykjavík. Á Skodabíl á slóðum ferðamanna.

Ég hef ekki tíma til að skrifa í dagbókina. Ég er gestgjafi í mínu eigin heimalandi og því þýt ég um landið með útlendinga í aftursæti Skoda Octavia sem ég leigði af Hertz bílaleigunni sem hafði lofað að ég fengi ekki Skoda því mér hefur aldrei líkað Skodabílar. Þá vantar algjörlega töfra, fegurð og klassa. Ég hafði sagt við dömuna í Hertz sem sá um að panta bílinn fyrir mig að ég vildi heldur fá Toyota (þótt þeir séu líka sjarmalausir) og hún lofaði að reyna að hlífa mér við að keyra Skodabíl. Loforðinu hefur hún augljóslega gleymt.

En þar sem ég hef ekki tíma til að skrifa margar setningar um dagana set ég inn myndir sem ég tók með símanum mínum. Ég á nefnilega síma sem býr yfir þeirri tækninýjung að hafa  innbyggða myndavél. Það er svolítið gott og ég get alveg mælt með slíkum símum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.