Espergræde. Sex vikna afköst

Mér var sagt að William Faulkner hafi skrifað As I Lay Dying á sex vikum. Bókina skrifaði hann eftir að hafa skilað af sér tólf tíma vinnudegi við erfiðisstörf. Það finnst mér þrekvirki. Ég hef komist að því á ferðum mínum um Ísland og eftir fundi með verktaka að það tekur meira en sex vikur að byggja húsið mitt í Hvalfirði. Það tekur meira segja miklu lengri tíma en bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú höldum við ekki jól í Hvalfirði eins og ég hafði gert mér í hugarlund. Kannski fögnum við páskum í Hvalfirði.

ps. ég sá að uppfinningamaðurinn með síða hárið var að væflast í kringum skrifstofuna mína áðan. Hann var ekki á reiðhjólinu með hrútastýrið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.