Espergærde. Lyktin af málningu

Í gærkvöldi fengum við heimsókn. Við vorum 11 í kvöldmat. Einn gestanna er málari og ég spurði hann af hverju hann hefði gerst málari og hann svaraði: „Af því mér finnst lyktin af málningu svo góð.“

Í morgun þegar ég vaknaði fór ég að hugsa um þetta svar og velti fyrir mér hvort þetta væri hin raunverulega ástæða þess að hann gerðist málari eða var þetta bara smart svar. Af hverju gerðist þú leigubílstjóri … af því að mér finnst veghljóð svo fallegt, sérstaklega þegar ég keyri í möl. Af hverju gerðist þú rithöfundur … af því mér finnst svo gott að sitja á stól.

Ég er búinn að tilkynna þjálfaranum mínum að ég geti ekki spilað leikinn á móti Tikøb  í kvöld og mér fannst erfitt af afboða mig. Ég er eiginlega aldrei meiddur og það þarf mikið til að ég spili ekki. En nú er ég svo haltur að ég get ekki verið með, ég er enn bólginn um ökklann. Kannski missi ég nú sæti mitt í liðinu. Ég get heldur ekki spilað næsta leik því ég er að fara til Parísar í næstu viku. Verkefnið Fellibylurinn Betsy kallar.

ps Mér leið svo vel í draumi næturinnar, furðulega vel. Í draumnum var ég að vinna með fyrrum þjálfara þýska fótboltafélagsins Mainz, Kasper Hjulamand. Þegar ég vaknaði langaði mig að sofna aftur til að halda draumnum áfram.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.