Espergærde. Gullverðlaun

Helgi að baki þar sem ég hef að mestu setið með annan fótinn upp í loft og ekki hreyft mína löngu skanka. Það gerist ekki margt þegar maður situr kyrr, annað en að maður verður syfjaður, slappur og þungur. Ég hlakka mikið til að fá þennan ökkla minn í lag.

Ég rifjaði upp í gær að um áramótin 2017 og 2018 hafði ég lofað sjálfum mér að vinna gullverðlaun í ár, bara einhver gullverðlaun. Ég hef enn ekkert unnið, ekki einu sinni silfur, og með þennan ökkla er ég ekki líklegur til afreka. En ég hef enn 3 mánuði og ég geri allt til að svíkja ekki þetta loforð sem ég gaf sjálfum mér.

Að vinna gullverðlaun tekur tíma, það krefst aga og þolinmæði. Þetta er ekki bara spurning um hæfileika eða hversu mikið maður reynir og leggur á sig. Það tekur tíma að vinna gullverðlaun. Maður eignast ekki barn á einum mánuði með að gera níu konur óléttar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.