Espergærde. Að horfa inn í líkamann

Ég er seinn fyrir í dag, ég ætti að hafa fyrir löngu klárað að skrifa Kaktus dagsins. Ég er búinn að fara í sturtu og sápuþvo minn guðdómlega kropp, ég er búinn að elda hafragraut með ólífuolíu (ef einhver vill fá uppskriftina geta menn bara skrifað til mín, yo!), ég er búinn að borða hafragrautinn, fá mér kaffi, kveðja Davíð og Núma sem eiga að vera mættir klukkan átta í skólann, búinn að svara tölvupósti frá í gærkvöldi og nótt … og svo framvegis. Þetta er hin venjulega morgunrútína áður en ég lalla af stað til vinnu og þar byrja ég venjulega daginn á að skrifa dagbók dagsins. En í dag er ég seinni en venjulega því frá því klukkan níu í morgun og þangað til núna (klukkan er hálftvö) hef ég verið á vappi milli ólíkra sérfræðinga sem skyndilega fengu þennan líka ofuráhuga á mínum þjáða ökkla.

Klukkan níu var ég mættur í eitthvað tæki sem getur séð inn í kroppinn á mér og það tók ekki langan tíma fyrir stjórnanda tækisins að sjá að inni í ökklanum á mér var ekki allt eins og það átti að vera, ekki var allt með felldu, sagði hann hugsi. Helmingurinn af hásininni var slitinn og það var ástæða þess að ég hef verið haltur í nærri sex vikur og nú vildu menn finna leiðir til að laga mig. Ég er ánægður að loksins sé ég fyrir endann á þessum vikulöngu þjáningum.

Ég er sem sagt langt á eftir í dagsáætluninni

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.