Espergærde. Stórkostlegar fréttir og góðar tilfinningar.

Ég var fullur bjartsýni í gær þegar ég lagðist til svefns eftir mjög áhugavert og uppörvandi samtal sem ég átti við ungan mann búsettan í Bandaríkjunum. Samtalið var hluti af verkefni sem ég vinn að og ég var bæði hissa og glaður að verða vitni að þessu heilbrigða sakleysi,  gleðinni og bjartsýninni sem einkenndi allt sem þessi ungi maður hafði fram að færa. Svo vaknaði ég snemma í morgun og fann enn fyrir léttleikanum við tilhugsunina um þessa uppörvandi reynslu frá gærdeginum.

Enn fleiri frábærar fréttir: Kýrnar mínar úti á túni, þar sem ég geng mína löngu göngutúra, eru búnar að eignast kálf. Er það ekki stórkostlegt? Ég fékk tárin í augun þegar ég sá kálfinn, ég var djúpt hrærður (sjá mynd).

Nú spyr ég aftur: vill enginn uppskriftina mína að hafragraut með ólífuolíu? Ég borðaði grautinn enn á ný í morgunmat og það er aldeilis eitthvað sem lyftir morgni upp í hæstu hæðir.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.