Espergærde. Rauðhausinn syngur

Ég hef ekki horft á bíómynd, sjónvarpsþáttaröð eða annað lifandi myndefni svo mánuðum skiptir. Ég finn að nú verð ég að fara að bæta úr því ef ég á ekki að dragast aftur úr samtíð minni. Ég reyndi að horfa á og fylgjast með í  þýsku sjónvarpsþáttaröðina DARK á Netflix en ég gafst upp eftir þrjá þætti. Ég þarf að manna mig upp.

Ég sakna þess að geta ekki drukkið morgunkaffi á kaffistétt hér í litla bænum mínum. Til dæmis nú hefði ég verið til í að haltra af stað og setjast yfir kaffibolla og lesa dagblað á annríkum veitingastað. Ég er akkúrat í því stuði nú. Í stað þess sit ég einn á skrifstofunni. Jesper sem vinnur hér líka er ekki mættur, Ole og Majse eru flutt út svo ég sýsla aleinn og hef engan að tala við. Venjulega nýt ég þess en í dag er einhver furðuleg þögn inni í mér. En Blonde Redhead syngur fyrir mig.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.