Espergærde. Leitin að Mann og Faulkner

Það er svo kalt hér í Espergærde og það er svo kalt á skrifstofunni minni að ég held að heilinn á mér sé frosinn. Ég á að vera að þýða en allt stendur einhvern veginn í stað og ég kemst ekkert áfram.

Í gær var ég að leita í bókahillunum mínum, enn einu sinni. Í þetta sinn gat ég ekki fundi  Thomas Mann og William Faulkner (sem átti afmæli í fyrradag). Ég gat bara  ekki fundið bækurnar þótt ég leitaði í meira en hálftíma. Ég þyrfti að útbúa app sem gæti vísað mér á bækurnar mínar í bókahillunni. Venjulega er það svo þegar ég leita að einhverri bók finn ég hana ekki, en finn þó oft aðra bók sem ég hafði leitaði að fyrir löngu. Einhverjir mundu segja mér að skipuleggja bókahillurnar mínar. Það er örugglega satt og rétt en ég er bara ekki sú týpa sem hef röð og reglu á bókum í hillu.

Þannig er nú það.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.