Espergærde. Tónleikavikan.

Það er komið að hinni miklu tónleikaviku. Ég fer á tónleika í kvöld, eiginlega fyrir mistök. Sus keypti miða á tónleika þar sem hún hélt að flytjandinn væri Lisa Ekdahl en flytjandinn heitir víst Lisa Nielson. Ég veit ekkert um hana og hennar tónlist en salurinn sem hún flytur tónlistina í er fallegur, það er nóg fyrir mig.

Á morgun förum við svo til Louisiana að hlusta á píanóleikara frá Íslandi sem heitir Víkingur Ólafsson. Hann er góður píanóleikari og ég hef hlutað töluvert á Bach-plötuna hans sem kom út nýverið. Það er uppselt á tónleika hans á Louisana.

Á sunnudaginn erum við boðin á tónleika hjá írsku hljómsveitinni U2! Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af þeirri hljómsveit en þar sem við vorum boðin í betri sæti á þessa tónleika fer í til Royal Arena með opnum huga.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.