Espergærde. Götumynd frá Laos.

Það eru herradagar framundan hjá okkur Núma og Davíð. Sus er á leið til Jótlands nú og við drengir undirbúum dagana framundan. Veit svo sem ekki hverju það breytir en við borðum sennilega meira kjöt en venjulega. (Annars var ég harla ánægður með 14 kjötlausa daga sem lauk í síðustu viku.)

Ég fékk óvænt boð á alþjóðlega ráðstefnu í Laos í Nígeríu í gær. Ég vann einhverja smáforritunarsamkeppni (held að keppnin hafi aðallega verið ætluð börnum) og því kom þetta boð. Af því tilefni opnaði ég google.maps og fór inn á streetview til að sjá götu í Laos. Ég gekk svo um götur borgarinnar til að skoða mig um því ég hef aldrei verið í Nígeríu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki í þessa ferð. Ég held að mér eigi ekki eftir að líða sérlega vel í Laos.

laos

ps. ég var að hugsa að mig langaði svolítið að fylgjast með komandi jólabókavertíð á Íslandi frá útlöndum þar sem ég verð næstu mánuði. En komst að því að það er frekar erfitt að lesa eitthvað bitastætt um íslenska bókaútgáfu á netinu eða yfirleitt að fylgjast með. Meira að segja eru heimasíður forlagana gagnslitlar og segja nánast ekkert spennandi um eigin bækur. Sennilega er þó hægt að sjá eitthvað aðeins meira á facebook en ég verð bara svo pirraður ef ég lendi inn á facebook, það er illur andi þar.  En  ég las í morgun fína grein um nýja bók Rúnars Helga hér

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.