Ég hlustaði á Ísak Harðarson hjá Eiríki í útvarpsþættinum Lestinni. Mér fannst gaman að hlusta á Ísak og best fannst mér þegar hann sagði „… má vera að það segi honum einmitt það sem hann þarf að vita. Einmitt það sem hressir hann og hvetur …“ Ég kann svo vel við orðin hressir og hvetur. Stundum þarf maður einmitt að heyra það sem hressir og hvetur … kannski enn betra þegar maður segir eitthvað við einhvern sem hressir og hvetur.
