Espergærde. Ekki minn tími

Þetta er víst ekki minn tími. Allt hefur gengið á afturfótunum undanfarna daga. Allt er kannski of sterkt orð en mér finnst að minnsta kosti ekki hlutirnir hafi gengið á framfótunum. Ég er með verkefni sem ég á að skila þann 9. október. Það er á morgun og ég kemst bara ekki til að vinna í því. Í morgun þegar ég hafði sest niður heyrði ég skyndilegan vatnsnið hér inni í eldhúsi á skrifstofunni. Inni í eldhús var allt á floti. Einhver gúmmípakkning var ónýt og vatnið streymdi út. Þessu þurfti að redda, það tekur tíma. Og í gær kom félagi minn frá Rúmeníu í heimsókn, hann hafði boðað komu sína og þegar ég sagðist vera svolítið upptekinn sagðist hann ekki stoppa lengi. En honum seinkaði og ég beið og þegar hann kom var hann svo athygli þurfi að ég var þeirri stund fegnastur þegar ég lokaði á eftir honum. Hann er góður maður, ég hef bara ekki tíma núna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.